Söngleikjadeild

Söngleikjadeild Dansskólans hefur verið starfræk síðan 2016 og hefur notið gífurlegra vinsælda síðan. Söngleikjadeildin hentar þeim nemendum sem eru með fjölbreytt áhugasvið í sviðslistum.

Í loka haustannar sýna nemendur litla sýningu fyrir áhorfendur sem þau vinna að í sínum hópum. Á vorönn taka nemendur söngleikjadeildar þátt í að koma að stórri nemendasýningu í Borgarleikhúsinu.

Þar leiða þau sýninguna með leik, söng og dansi á milli dansatriða, sannkölluð söngleikjaupplifun. Galdrakarlinn í Oz, Mary Poppins, Pétur Pan & Anastasía eru meðal þeirra sýninga sem hafa verið settar upp í samstarfi við söngleikjadeild.

Nemendur sem æfa í söngleikjadeild eiga því að öðlast góða reynslu í sviðslistum, framkomu og sjálfstyrkingu. Við deildina starfa faglærðir kennarar sem hafa mikla reynslu af því að kenna og miðla þekkingu sinni áfram.

Fjölmargir nemendur sem hafa æft í söngleikjadeild hafa fengið tækifæri í leikhúsi, auglýsingum eða bíómyndum.

Nemendur sem æfa í söngleikjadeild og dansdeild fá FRÍTT í tæknitíma dansskólans.

Allar frekari fyrirspurnir varðandi söngleikjadeild má senda á songleikjadeild@gmail.com eða hafa samband við stjórnendur!

Söngleikjadeild er kennd í Garðabæ, Kópavogi og Vesturbæ (sjá tímatöflu efst á síðu).

Deildarstjóri Söngleikjadeildar er Hreindís Ylva.