Dansskólinn
Dansskóli Birnu Björns er listdansskóli á Íslandi staðsettur á höfuðborgarsvæðinu. Skólaárið er frá september til maí ár hvert sem skiptist í haustönn og vorönn. Námsgjöld eru miðuð við eina önn. Auk þess bjóðum við upp á sumarnámskeið, sumarbúðir, utanlandsferðir og fleiri námskeið/viðburði.
Dansskólinn býður upp á markvisst, vandað og fjölbreytt dansnám fyrir aldursflokka 3 ára og eldri. Allir kennarar skólans eru vel þjálfaðir, með margra ára reynslu af dansnámi, kennslu og kóreógrafíu. Kenndir eru ýmsir dansstílar, má þar helst nefna commercial, jazz, lyrical, contemporary, musical theatre og show dance. Metnaðarfullt, jákvætt og hvetjandi umhverfi.
Meðal þess sem nemendur læra má nefna grunntækni, stökk, hringi, samsettar tækniæfingar og dansrútínur, en sérstök áhersla er lögð á að nemendur kynnist sem flestum dansstílum. Einnig er unnið mikið með sviðsframkomu og leikræna tjáningu, en dansgleði og skemmtun er höfð í fyrirrúmi. Við leggjum ríka áherslu á að nemendum líði vel í skólanum og að það sé búið til andrúmsloft þar sem öll fá að njóta sín og ná markmiðum sínum.
Dansskólinn fær reglulega til sín gestakennara og er þá boðið upp á workshop fyrir bæði nemendur og kennara.
Allir nemendur skólans taka þátt í glæsilegri nemendasýningu í Borgarleikhúsinu á hverju vori. Í skólanum er jafnframt sýningahópur og keppnishópur sem tekur reglulega þátt í flottum sýningum og öðrum verkefnum.
Við veitum þér tækifæri - finndu eitthvað við þitt hæfi, vertu með í fjörinu og komdu að dansa!
Söngleikjadeild
Söngleikjadeild dansskólans hefur verið starfræk síðan 2016 og hefur notið gífurlegra vinsælda síðan. Söngleikjadeildin hentar þeim nemendum sem eru með fjölbreytt áhugasvið í sviðslistum og vilja ná framförum í leiklist, dansi, söng, tjáningu og framkomu.
Í lok haustannar sýna allir hópar söngleikjadeildar sýningar sem unnið er að yfir önnina. Á vorönn taka nemendur söngleikjadeildar þátt í að koma að stórri nemendasýningu í Borgarleikhúsinu. Þar leiða þau sýninguna með leik, söng og dansi á milli dansatriða, sem er sannkölluð söngleikjaupplifun.
Nemendur sem æfa í söngleikjadeild eiga því að öðlast góða reynslu í sviðslistum, framkomu og sjálfsstyrkingu. Við deildina starfa faglærðir kennarar sem hafa mikla reynslu af því að kenna og miðla þekkingu sinni áfram.
Fjölmargir nemendur sem hafa æft í söngleikjadeild hafa fengið tækifæri í leikhúsi, auglýsingum, bíómyndum og fleiri verkefnum.
Kennslustaðir
Garðabær - Ásgarður, Íþróttamiðstöð
Kópavogur - Sporthúsið, Dalsmári 9-11
Vesturbær - Dansverkstæðið, Hjarðarhagi 47
Vesturbær - Sjúkraþjálfun Reykjavíkur, Fiskislóð 1
Bíldshöfði - Dansfélag Reykjavíkur, Bíldshöfði 10
Hver danshópur æfir 2x í viku.
Yngri hópar söngleikjadeildar æfa 1x í viku.
Mið og eldri hópar söngleikjadeildar æfa 2x í viku.
Tæknitímar eru 1x í viku.
Barnadansar eru 1x í viku.
Tímatöflu má finna efst á síðu.
Nemendur sem æfa bæði í danshóp og söngleikjadeild fá tæknitíma námskeið frítt.
Hægt er að ráðstafa frístundastyrk á námskeið skólans.
Við notumst við Abler appið þar sem skráning og allt upplýsingaflæði fer fram.
Eftir að námskeið eru hafin eru engar endurgreiðslur nema um sérstök tilfelli sé að ræða.
Stjórnendur
-
Birna Björnsdóttir
STOFNANDI OG SKÓLASTÝRA
birna@dansskolibb.is
-
Anna Vala Guðrúnardóttir
AÐSTOÐARSKÓLASTÝRA
annavala@dansskolibb.is
-
Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm
DEILDARSTÝRA SÖNGLEIKJADEILDAR
songleikjadeild@gmail.com